Washington Post: Krúttlegast að halda með Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 10:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á HM 2018. Vísir/Anton Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira