Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:30 Lionel Messi og félagar fagna HM-sætinu eftir sigur á Perú. Messi skoraði öll þrjú mörk Argentínu í leiknum. vísir/getty Fyrstu mótherjar Íslands á fyrsta heimsmeistaramótinu í fótbolta koma upp úr hattinum í Kreml í Moskvu í dag. Sá dráttur gæti kynnt íslenska landsliðið fyrir þjóðum sem það hefur aldrei séð áður á fótboltavellinum. Fyrsti styrkleikaflokkurinn í HM-drættinum í dag geymir bestu knattspyrnulandslið heims (og gestgjafa Rússa) en eitt þeirra verður mótherji Ísland á HM næsta sumar.Einu heimsmeistararnir Ísland hefur spilað við þessar þjóðir einhvern tímann áður með einni undantekningu þó. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei fengið tækifæri til að spila við Argentínu. Argentína er eina þjóðin sem hefur orðið heimsmeistari í fótbolta en aldrei spilað við Ísland. Ísland hefur mætt hinum sjö heimsmeisturunum sem eru Brasilía (5 titlar), Þýskaland (4 titlar), Ítalía (4 titlar), Úrúgvæ (2 titlar), Spánn, Frakkland og England. Íslenska landsliðið mætti Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það væri kannski við hæfi að fá að glíma við Lionel Messi og félaga í argentínska landsliðinu í fyrstu leikjum liðsins á HM.grafík/fréttablaðiðCristiano 2016 og Leo 2018? Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í stöðugri samkeppni um titilinn besti knattspyrnumaður heims í áratug og enginn annar hefur verið kosinn bestur hjá FIFA undanfarin tíu ár. Knattspyrnuspekingar og knattspyrnuáhugamenn þreytast seint á því að bera þá Messi og Ronaldo saman og þeir verða nær örugglega alltaf hluti af sögu hvor annars þegar menn rifja upp afrek þeirra í framtíðinni. Það væri líka margt annað líkt með stöðu Portúgal í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári og stöðu Argentínu næsta sumar. Portúgalar mættu þar með kynslóð sem hafði haldið liðinu meðal þeirra bestu í langan tíma en aldrei tekist að fara alla leið. Argentínumenn hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan Diego Maradona leiddi liðið til sigurs á Astekavellinum í Mexíkóborg í lok júní 1986. Lionel Messi hefur leikið með argentínska landsliðinu í tólf ár en eini titillinn er Ólympíugullið sem 23 ára liðið vann á ÓL í Peking 2008. Það var pressa á Cristiano Ronaldo á EM sem kristallaðist í viðtali við hann eftir leikinn þar sem hann gerði lítið úr íslenska landsliðinu. Það verður einnig pressa á Messi næsta sumar enda kannski síðasti möguleiki hans til að ná í heimsmeistaratitil á meðan hann er upp á sitt allra besta. Messi heldur upp á 31 árs afmæli sitt í Rússlandi næsta sumar og verður því orðinn 35 ára gamall þegar heimsmeistarakeppnin fer fram í Katar í nóvember 2022. Hann framlengdi nýverið samning sinn við Barcelona fram á sumar 2021 og er samkvæmt því ekki ennþá að horfa alla leið til Katar. Messi gæti líka tekið upp á því að hætta með landsliðinu eins og hann gerði 2016. Sem betur fer fyrir Argentínumenn skipti kappinn um skoðun og Lionel Messi verður með í Rússlandi næsta sumar. Hvort Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fái að reyna sig á móti honum kemur ekki í ljós fyrr en í dag en það eru ágætar líkur á að Ísland og Argentína dragist saman í riðil.Fleiri þjóðir en Argentína Argentínska landsliðið er aftur á móti ekki eina landsliðið sem Ísland hefur ekki mætt áður á knattspyrnuvellinum en gæti endað í riðli Íslands í dag. Ísland hefur heldur ekki mætt Suður-Ameríkuþjóðunum Perú og Kólumbíu úr öðrum styrkleikaflokki eða eftirtöldum fimm þjóðum úr fjórða styrkleikaflokknum: Serbíu, Ástralíu, Marokkó, Panama og Suður-Kóreu. Það er hins vegar ekki möguleiki fyrir Ísland að lenda í riðli með þremur þjóðum sem landsliðið hefur aldrei mætt áður. Lendi Ísland í riðli með Argentínu, þá mun ekki önnur Suður-Ameríkuþjóð verða í þeim riðli. Ísland er í þriðja styrkleikaflokknum ásamt sjö öðrum þjóðum og það er hundrað prósent öruggt að Ísland verður ekki í riðli með þeim. Ísland hefur aldrei spilað við þrjár af þessum þjóðum en það eru Kostaríka, Egyptaland og Senegal. Næsta sumar verður samt allt saman nýtt fyrir íslenska landsliðið en nú er bara að bíða og sjá hvað kemur úr kúlunum í Kreml í dag. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Fyrstu mótherjar Íslands á fyrsta heimsmeistaramótinu í fótbolta koma upp úr hattinum í Kreml í Moskvu í dag. Sá dráttur gæti kynnt íslenska landsliðið fyrir þjóðum sem það hefur aldrei séð áður á fótboltavellinum. Fyrsti styrkleikaflokkurinn í HM-drættinum í dag geymir bestu knattspyrnulandslið heims (og gestgjafa Rússa) en eitt þeirra verður mótherji Ísland á HM næsta sumar.Einu heimsmeistararnir Ísland hefur spilað við þessar þjóðir einhvern tímann áður með einni undantekningu þó. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei fengið tækifæri til að spila við Argentínu. Argentína er eina þjóðin sem hefur orðið heimsmeistari í fótbolta en aldrei spilað við Ísland. Ísland hefur mætt hinum sjö heimsmeisturunum sem eru Brasilía (5 titlar), Þýskaland (4 titlar), Ítalía (4 titlar), Úrúgvæ (2 titlar), Spánn, Frakkland og England. Íslenska landsliðið mætti Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það væri kannski við hæfi að fá að glíma við Lionel Messi og félaga í argentínska landsliðinu í fyrstu leikjum liðsins á HM.grafík/fréttablaðiðCristiano 2016 og Leo 2018? Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í stöðugri samkeppni um titilinn besti knattspyrnumaður heims í áratug og enginn annar hefur verið kosinn bestur hjá FIFA undanfarin tíu ár. Knattspyrnuspekingar og knattspyrnuáhugamenn þreytast seint á því að bera þá Messi og Ronaldo saman og þeir verða nær örugglega alltaf hluti af sögu hvor annars þegar menn rifja upp afrek þeirra í framtíðinni. Það væri líka margt annað líkt með stöðu Portúgal í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári og stöðu Argentínu næsta sumar. Portúgalar mættu þar með kynslóð sem hafði haldið liðinu meðal þeirra bestu í langan tíma en aldrei tekist að fara alla leið. Argentínumenn hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan Diego Maradona leiddi liðið til sigurs á Astekavellinum í Mexíkóborg í lok júní 1986. Lionel Messi hefur leikið með argentínska landsliðinu í tólf ár en eini titillinn er Ólympíugullið sem 23 ára liðið vann á ÓL í Peking 2008. Það var pressa á Cristiano Ronaldo á EM sem kristallaðist í viðtali við hann eftir leikinn þar sem hann gerði lítið úr íslenska landsliðinu. Það verður einnig pressa á Messi næsta sumar enda kannski síðasti möguleiki hans til að ná í heimsmeistaratitil á meðan hann er upp á sitt allra besta. Messi heldur upp á 31 árs afmæli sitt í Rússlandi næsta sumar og verður því orðinn 35 ára gamall þegar heimsmeistarakeppnin fer fram í Katar í nóvember 2022. Hann framlengdi nýverið samning sinn við Barcelona fram á sumar 2021 og er samkvæmt því ekki ennþá að horfa alla leið til Katar. Messi gæti líka tekið upp á því að hætta með landsliðinu eins og hann gerði 2016. Sem betur fer fyrir Argentínumenn skipti kappinn um skoðun og Lionel Messi verður með í Rússlandi næsta sumar. Hvort Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fái að reyna sig á móti honum kemur ekki í ljós fyrr en í dag en það eru ágætar líkur á að Ísland og Argentína dragist saman í riðil.Fleiri þjóðir en Argentína Argentínska landsliðið er aftur á móti ekki eina landsliðið sem Ísland hefur ekki mætt áður á knattspyrnuvellinum en gæti endað í riðli Íslands í dag. Ísland hefur heldur ekki mætt Suður-Ameríkuþjóðunum Perú og Kólumbíu úr öðrum styrkleikaflokki eða eftirtöldum fimm þjóðum úr fjórða styrkleikaflokknum: Serbíu, Ástralíu, Marokkó, Panama og Suður-Kóreu. Það er hins vegar ekki möguleiki fyrir Ísland að lenda í riðli með þremur þjóðum sem landsliðið hefur aldrei mætt áður. Lendi Ísland í riðli með Argentínu, þá mun ekki önnur Suður-Ameríkuþjóð verða í þeim riðli. Ísland er í þriðja styrkleikaflokknum ásamt sjö öðrum þjóðum og það er hundrað prósent öruggt að Ísland verður ekki í riðli með þeim. Ísland hefur aldrei spilað við þrjár af þessum þjóðum en það eru Kostaríka, Egyptaland og Senegal. Næsta sumar verður samt allt saman nýtt fyrir íslenska landsliðið en nú er bara að bíða og sjá hvað kemur úr kúlunum í Kreml í dag.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00