Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 14:13 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Grand Hótel í gærkvöldi þar sem flokksráðsfundur VG fór fram. vísir/stefán Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira