Danirnir segja Ísland vera með betra lið en Kólumbía, Sviss og Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er aðalstjarna liðsins hjá Dönunum og Ragnar Sigurðsson er líka nefndur. Vísir/Getty Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira