Styrkja viðgerð Flateyjarbókar um fimm milljónir Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:48 Ríkisstjórn Íslands fundaði í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira