Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 23:34 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“ Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira