Óðinn á fullu á Fjóni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson. EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson.
EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira