Óðinn á fullu á Fjóni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson. EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson.
EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira