Tækifæri og áskoranir í menntamálum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 5. desember 2017 07:00 Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélag okkar haldi áfram að dafna og þróast. Því er lögð á það áhersla í nýjum stjórnarsáttmála að blása til sóknar á þessum vettvangi, efla enn frekar þá þætti sem standa styrkum stoðum og takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Miklar tækniframfarir eiga sér nú stað og munu til framtíðar hafa áhrif á öll störf, starfshætti og samfélag. Nemendur okkar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við ný störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að menntakerfið taki mið af þessum breytingum og myndi hvetjandi námsumhverfi. Þess vegna er lagt mikið upp úr starfsmenntun og nýsköpun í nýjum stjórnarsáttmála til að íslenskt samfélag geti nýtt sér þessa framþróun. Hér verðum við að að skipa okkur í fremstu röð og horfa til ríkja sem standa hvað best er stefnumótun varðar. Styrkja þarf umgjörð skólakerfisins og stöðu kennara. Yfirvofandi fækkun í kennarastétt er mikil áskorun. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa á öðrum vettvangi en í menntakerfinu. Á meðan sækja of fáir í kennaranám. Samfélagið verður að bregðast við þessari þróun. Hvers vegna velja kennarar að starfa við annað en það sem þeir mennta sig til? Hérna þarf að greina orsakir svo unnt sé að bregðast við í samráði við kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Kennaraskortur er reyndar áhyggjuefni víða, t.d. á Norðurlöndunum. Þegar tekið er mið af reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með skipulegum langtímaaðgerðum verði unnt að bæta stöðu íslensks menntakerfis. Ein lykilforsenda er að hafa áreiðanlegar upplýsingar til þess að geta áttað sig á stöðu mála og dregið ályktanir. Þess vegna hefur verið sett af stað verkefni um ítarlega greiningu á stöðu og þróun menntakerfisins. Meginhlutverk vinnunnar er að stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu samfélagsins. Brýnt er að allt samfélagið taki þátt í þessari vegferð til að vel takist.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélag okkar haldi áfram að dafna og þróast. Því er lögð á það áhersla í nýjum stjórnarsáttmála að blása til sóknar á þessum vettvangi, efla enn frekar þá þætti sem standa styrkum stoðum og takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Miklar tækniframfarir eiga sér nú stað og munu til framtíðar hafa áhrif á öll störf, starfshætti og samfélag. Nemendur okkar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við ný störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að menntakerfið taki mið af þessum breytingum og myndi hvetjandi námsumhverfi. Þess vegna er lagt mikið upp úr starfsmenntun og nýsköpun í nýjum stjórnarsáttmála til að íslenskt samfélag geti nýtt sér þessa framþróun. Hér verðum við að að skipa okkur í fremstu röð og horfa til ríkja sem standa hvað best er stefnumótun varðar. Styrkja þarf umgjörð skólakerfisins og stöðu kennara. Yfirvofandi fækkun í kennarastétt er mikil áskorun. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa á öðrum vettvangi en í menntakerfinu. Á meðan sækja of fáir í kennaranám. Samfélagið verður að bregðast við þessari þróun. Hvers vegna velja kennarar að starfa við annað en það sem þeir mennta sig til? Hérna þarf að greina orsakir svo unnt sé að bregðast við í samráði við kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Kennaraskortur er reyndar áhyggjuefni víða, t.d. á Norðurlöndunum. Þegar tekið er mið af reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með skipulegum langtímaaðgerðum verði unnt að bæta stöðu íslensks menntakerfis. Ein lykilforsenda er að hafa áreiðanlegar upplýsingar til þess að geta áttað sig á stöðu mála og dregið ályktanir. Þess vegna hefur verið sett af stað verkefni um ítarlega greiningu á stöðu og þróun menntakerfisins. Meginhlutverk vinnunnar er að stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu samfélagsins. Brýnt er að allt samfélagið taki þátt í þessari vegferð til að vel takist.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar