Miðar í boði á leiki Íslands á HM þegar miðasala á HM 2018 hefst á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 19:45 Íslenskir stuðningsmenn. Vísir/Getty Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira