Messi skorinn niður af stalli sínum í heimalandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 22:45 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Lionel Messi er einn af dáðustu sonum Argentínu og í margra augum einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Það er ekkert skrýtið að menn í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu, hafi sett upp glæsilega bronstyttu af honum en það vekur hinsvegar furðu að hún fái ekki að vera í friði. Bronstyttan af Lionel Messi, sem var vígð í júní 2016, hefur tvisvar verið fórnarlamb skemmdarvarga. Nú síðast skáru þeir styttuna niður með því að saga í sundur fætur Messi og skilja aðalhluta styttunnar eftir liggjandi á jörðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.Destrozaron la estatua de Messi en Costanera Sur https://t.co/t0ZvbT9bF5 — Telefe Noticias (@telefenoticias) December 3, 2017 Lögreglan veit ekki hver sé ástæðan fyrir þessum skemmdarverkum enda ætti Messi að vera elskaður og dáður í heimalandi sínu. Hann hefur hinsvegar verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu þrátt fyrir að hann sé orðinn markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi. Messi hefur unnið fjölda titla á ferlinum en alla nema einn (Ólympíugull 2008) með liði Barcelona. Styttan hans Messi er á Paseo de la Gloria torginu þar sem einnig má finna styttur af tenniskonunni Gabrielu Sabatini og körfuboltamanninum Manuel Ginobili. Messi ákvað að hætta að spila með landsliðinu eftir harða gagnrýndi eftir Suður-Ameríkukeppnina sumarið 2016. Hann snéri hinsvegar aftur í landsliðið vegna ástar sinnar á þjóð sinni eins og Messi komst sjálfur að orði. Messi verður í aðalhlutverki á HM í Rússlandi næsta sumar og fyrsti leikur Argentínu er einmitt á móti Íslandi 16. júní.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira