Rómantískt að fá Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2017 06:00 Goðsögnin steinrunnin Diego Maradona lætur sér fátt um finna þegar Cafu, fyrirliði heimsmeistaraliðs Brasilíu frá HM 2002, dregur nafn Íslands úr pottinum, fyrsta andstæðings Argentínu á HM í sumar. Vísir/Getty Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira