Heimir við erlenda fjölmiðla: „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2017 20:30 Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA „Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
„Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47