Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2017 07:00 Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira