Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2017 15:47 Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands. vísir/ernir Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn