„Ég er stoltur af silfrinu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“ Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“
Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira