Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 22:43 Marco Rubio ákvað að styðja frumvarpið þegar látið var eftir kröfu hans um að auka afslátt fólks á sköttum vegna barna. Vísir/AFP Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Repúblikönum hefur tekist að safna stuðningi til að koma skattafrumvarpi sínu í gegnum báðar deildir þingsins. Síðustu tveir öldungadeildarþingmenn flokksins sem neituðu að styðja frumvarpið hafa nú skipt um skoðun eftir skyndibreytingar á því nú í kvöld. Marco Rubio og Bob Corker segjast nú ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að koma hinu óvinsæla frumvarpi hratt og örugglega í gegnum þingið svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti skrifað undir það fyrir áramót, eða jafnvel fyrir jól. Umrætt frumvarp var að mestu skrifað á bak við tjöldin og litlar sem engar umræður um það hafa farið fram. Repúblikanar segja að um „sögulegar“ skattalækkanir fyrir miðstéttina sé um að ræða en Demókratar og óháðir sérfræðingar segja að hinir ríku og fyrirtæki muni græða mest á frumvarpinu. Fyrirtæki fá varanlega skattaafslætti en innan nokkurra ára munu meðlimir miðstéttar landsins greiða hærri skatta en nú. Þeir Bandaríkjamenn sem eru líklegastir til að þurfa að greiða hærri skatta eru þeir sem búa í ríkjum þar sem skattar eru tiltölulega háir fyrir. Samkvæmt Washington Post eru það ríki eins og New York, New Jersey og Kalifornía. Íbúar margra þeirra ríkja sem um ræðir hafa í gegnum tíðina verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuSamkvæmt frétt New York Times hafa Repúblikanar þó aukið skattaafslátt lág- og miðtekjufólks smávægilega á kostnað hinna efnameiri. Enn er þó talið að skattabreytingar Repúblikana muni auka verulega við tekjuhalla ríkissjóðs á næstu árum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira