Hvað get ÉG gert? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. desember 2017 07:00 Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir marga, börn jafnt sem fullorðna. Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra og tilhlökkun er sennilega einn af hápunktum tilveru þeirra. Í samfélagi okkar finnst mörgum það vera sjálfsagt að börn séu áhyggjulaus, geti notið bernskunnar og hlakkað til ýmissa viðburða í lífinu. Allt um kring eru allsnægtir og úrvalið hefur aldrei verið meira hvort heldur af mat, fatnaði, leikföngum eða öðru afþreyingarefni. Það skýtur því skökku við að vita að hér búa börn sem hafa það slæmt og líður illa þrátt fyrir allt tal um rífandi góðæri. Margir þeirra sem komu illa út úr hruninu eru enn að berjast í bökkum. Húsnæðisvandi og hátt leiguverð eru meðal þátta sem standa fyrir þrifum. Staðfest er að það hafa ekki allar fjölskyldur húsaskjól. Sumar fá að halla höfði hjá vinum eða ættingjum í skamman tíma í einu eða búa í húsnæði sem ekki er mönnum bjóðandi. Fátækt er í öðrum tilfellum fylgifiskur eða afleiðing annarra vandamála t.d. veikinda, þar með talið geðrænna veikinda eða fíknivanda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn, sitja oft ekki við sama borð og börn heilbrigðra foreldra. Sama má segja um börn þeirra sem búa á heimilum þar sem áfengis- eða fíknivandi er til staðar þótt slíkur vandi spyrji ekki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu. Annar hópur barna sem líða þjáningar eru börn sem búa á ofbeldisheimilum. Heimilisofbeldi finnst í öllum tegundum fjölskyldna, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Börnin á þessum heimilum sem hér hefur verið lýst hlakka oft ekkert til jólanna né annarra hátíða nema síður sé. Sum segjast hata jólin. Kvíði og áhyggjur varna því að þau finni fyrir tilhlökkun. Áhyggjur barna í þessum aðstæðum snúast oft um hvernig ástandið verði á heimilinu á aðfangadagskvöld þegar jólin ganga í garð. „Verður mamma komin í glas fyrir mat? Náum við að opna pakkana áður en pabbi sofnar? Verður rifist og slegist eins og í fyrra? Hvert get ég flúið þegar lætin byrja? Kemur eitthvert lið heim?“ Þau sem eiga yngri systkini eru jafnvel komin með plan B og jafnvel C. Þessi börn hafa lært af reynslu sem hefur rænt þau barnæskunni og eru að axla ábyrgð eins og þau væru fullorðin. Þau reyna að halda væntingum í lágmarki, þá verða vonbrigðin minni. Ef þetta sleppur til um þessi jól þá er það bara bónus. Mörg eru búin að þrauthugsa hvort og þá hvað þau geti gert til að draga úr líkunum á að foreldrar þeirra skemmi jólin. „Ó, hvað það væri nú gaman ef við gætum borðað saman jólamatinn, opnað pakkana, hlegið og grínast og farið svo áhyggjulaus að sofa. Kannski verður það þannig um þessi jól?“Verndandi þættir Meðal verndandi þátta er að láta okkur þessi börn varða, vera meðvituð um þau og aðstæður þeirra og vera tilbúin að grípa inn í. Verndandi þáttur gegn fátækt er samfélagið og samstaða ættingja eða nágranna. Tilfinningatengsl við einhverja utan heimilis getur skipt sköpum, verið akkeri og haldreipi, styrkur og stuðningur. Okkur ber að vera meðvituð um líðan og aðbúnað ekki eingöngu okkar barna heldur allra barna sem verða á vegi okkar: barna vina okkar, vina og bekkjarfélaga barna okkar, barna samstarsfélaga eða barna nágranna. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þessara barna þá þarf að spyrja: „Hvað get ég gert í stöðunni sem gagnast þessu barni?“ Ábyrgð, meðvitund og stundum þor er það sem þarf til að stíga inn í aðstæður eða atburðarás ef óttast er að hagsmunum barns sé ábótavant eða þær séu ekki boðlegar því. Stundum er nauðsynlegt að tilkynna mál til Barnaverndar eða hringja á lögreglu í tilfellum þar sem grunur leikur á um að heimilisofbeldi og/eða stjórnlaus neysla sé í gangi. Ef við verðum þess áskynja að barn býr við óviðunandi aðstæður er aðeins eitt sem ekki má gera og það er AÐ GERA EKKI NEITT.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir marga, börn jafnt sem fullorðna. Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra og tilhlökkun er sennilega einn af hápunktum tilveru þeirra. Í samfélagi okkar finnst mörgum það vera sjálfsagt að börn séu áhyggjulaus, geti notið bernskunnar og hlakkað til ýmissa viðburða í lífinu. Allt um kring eru allsnægtir og úrvalið hefur aldrei verið meira hvort heldur af mat, fatnaði, leikföngum eða öðru afþreyingarefni. Það skýtur því skökku við að vita að hér búa börn sem hafa það slæmt og líður illa þrátt fyrir allt tal um rífandi góðæri. Margir þeirra sem komu illa út úr hruninu eru enn að berjast í bökkum. Húsnæðisvandi og hátt leiguverð eru meðal þátta sem standa fyrir þrifum. Staðfest er að það hafa ekki allar fjölskyldur húsaskjól. Sumar fá að halla höfði hjá vinum eða ættingjum í skamman tíma í einu eða búa í húsnæði sem ekki er mönnum bjóðandi. Fátækt er í öðrum tilfellum fylgifiskur eða afleiðing annarra vandamála t.d. veikinda, þar með talið geðrænna veikinda eða fíknivanda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn, sitja oft ekki við sama borð og börn heilbrigðra foreldra. Sama má segja um börn þeirra sem búa á heimilum þar sem áfengis- eða fíknivandi er til staðar þótt slíkur vandi spyrji ekki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu. Annar hópur barna sem líða þjáningar eru börn sem búa á ofbeldisheimilum. Heimilisofbeldi finnst í öllum tegundum fjölskyldna, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Börnin á þessum heimilum sem hér hefur verið lýst hlakka oft ekkert til jólanna né annarra hátíða nema síður sé. Sum segjast hata jólin. Kvíði og áhyggjur varna því að þau finni fyrir tilhlökkun. Áhyggjur barna í þessum aðstæðum snúast oft um hvernig ástandið verði á heimilinu á aðfangadagskvöld þegar jólin ganga í garð. „Verður mamma komin í glas fyrir mat? Náum við að opna pakkana áður en pabbi sofnar? Verður rifist og slegist eins og í fyrra? Hvert get ég flúið þegar lætin byrja? Kemur eitthvert lið heim?“ Þau sem eiga yngri systkini eru jafnvel komin með plan B og jafnvel C. Þessi börn hafa lært af reynslu sem hefur rænt þau barnæskunni og eru að axla ábyrgð eins og þau væru fullorðin. Þau reyna að halda væntingum í lágmarki, þá verða vonbrigðin minni. Ef þetta sleppur til um þessi jól þá er það bara bónus. Mörg eru búin að þrauthugsa hvort og þá hvað þau geti gert til að draga úr líkunum á að foreldrar þeirra skemmi jólin. „Ó, hvað það væri nú gaman ef við gætum borðað saman jólamatinn, opnað pakkana, hlegið og grínast og farið svo áhyggjulaus að sofa. Kannski verður það þannig um þessi jól?“Verndandi þættir Meðal verndandi þátta er að láta okkur þessi börn varða, vera meðvituð um þau og aðstæður þeirra og vera tilbúin að grípa inn í. Verndandi þáttur gegn fátækt er samfélagið og samstaða ættingja eða nágranna. Tilfinningatengsl við einhverja utan heimilis getur skipt sköpum, verið akkeri og haldreipi, styrkur og stuðningur. Okkur ber að vera meðvituð um líðan og aðbúnað ekki eingöngu okkar barna heldur allra barna sem verða á vegi okkar: barna vina okkar, vina og bekkjarfélaga barna okkar, barna samstarsfélaga eða barna nágranna. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þessara barna þá þarf að spyrja: „Hvað get ég gert í stöðunni sem gagnast þessu barni?“ Ábyrgð, meðvitund og stundum þor er það sem þarf til að stíga inn í aðstæður eða atburðarás ef óttast er að hagsmunum barns sé ábótavant eða þær séu ekki boðlegar því. Stundum er nauðsynlegt að tilkynna mál til Barnaverndar eða hringja á lögreglu í tilfellum þar sem grunur leikur á um að heimilisofbeldi og/eða stjórnlaus neysla sé í gangi. Ef við verðum þess áskynja að barn býr við óviðunandi aðstæður er aðeins eitt sem ekki má gera og það er AÐ GERA EKKI NEITT.Höfundur er sálfræðingur.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun