Orka og umhverfi: Er lagatúlkun smekksatriði? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 14. desember 2017 09:45 Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Rannver Rafnsson Tengdar fréttir Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að: a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri b. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum c. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði.
Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun