Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. desember 2017 07:00 "Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli.“ Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður. Vísir/eyþór Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira