Mótherjar Íslands á HM í Rússlandi notuðu ólöglegan leikmann í undankeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2017 08:45 Abdullahi Shehu átti að taka út leikbann en spilaði lokaleikinn. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira