Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Guðmundur Brynjólfsson, djákni og rithöfundur, líkir "sous vide“-æðinu við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Mynd/Egill Bjarnason „Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Þetta endar bara eins og fótanuddtækin og SodaStream og annað kjaftæði sem hefur komið og farið í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, sem hefur miklar efasemdir um plastsuðuaðferðina sem kennd er við „sous vide“. „Fólk hefur eldað fullkominn mat í gegnum árþúsundin. Af hverju þarf allt í einu að fara að koma með einhvern poka til þess? Fólk hefur étið dýrindismat frá alda öðli og þá voru engir plastpokar komnir.“Sigurveig Káradóttirvísir/stefánLitinn hornauga með plastpoka Guðmundur segir hræsnina ráða för þegar plastið er annars vegar. „Þetta er nú meiri sýndarmennskan. Þúsundir manna börðu sér á brjóst á haustdögum og fram á jólaföstu og afsögðu plastpoka. Maður hefur verið litinn hornauga í Bónus og Krónunni fyrir að veiða sér plastpoka. Nú hafa vandlætararnir tekið sig til og ákveðið að það sé best að sjóða ofan í sig, það sem sótt var í strigapokum út í búð, í plastpokum.“ Guðmundur viðraði þessa skoðun sína á Facebook og fjörugar umræður spunnust í kjölfarið og sitt sýndist hverjum. Honum er meðal annars bent á að maturinn er soðinn í „hágæða bpa-lausum plastpokum“ og að tilgangurinn er að „ná hinni fullkomnu eldun fyrir hráefni sem auðvelt er að eyðileggja með ofeldun“.Þórarinn Eldjárn stingur upp á orðinu plastsuða fyrir sous vide.Vísir/ValliMeira fyrir aðrar aðferðir Guðmundur gefur lítið fyrir slíkt tal: „Kerlingar stóðu við hlóðir til forna og elduðu eins og snillingar en nú getur enginn eldað sér kjötlæri lengur án þess að vera með hitamæli í kjötinu.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur lagði orð í belg á Facebook-síðu Guðmundar með tillögu að íslensku heiti yfir hið óþjála „sous vide“: „Ég hef undrast það hví ekki hefur þótt taka því að gefa þessari bólu íslenskt nafn. Plastsuða eða plesting, væri það ekki tilvalið?“ Sigurveig Káradóttir, eigandi Matarkistunnar, hefur heldur ekki mikið álit á plastsuðunni: „Ég hef svosem litla skoðun á þessu en hef prófað mat sem er eldaður svona og fannst hann ekki góður. Áferðin á matnum var eins og á dósamat. Ég myndi aldrei nota svona græju.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölda vinsælla matreiðslubóka, tekur í svipaðan streng: „Ég hef oft borðað mat sem er eldaður svona. Stundum hefur hann verið góður, stundum ekki og ég er nú meira fyrir aðrar aðferðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00 Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00 Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Skata að sous-vide hætti Hjalti G. Hjartarson eldar skötu fyrir hver jól en á annan hátt en gerist og gengur. Hann notar sous-vide aðferðina við eldunina og segir skötuna ekki síðri en þá sem er elduð upp á gamla mátann. 23. desember 2017 09:00
Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. 25. desember 2017 13:00
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30