Rodgers settur aftur til hliðar hjá Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 18:30 Aaron Rodgers spilar ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd. NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sjá meira
Möguleikar Green Bay Packers um að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar urðu að engu þegar Atlanta Falcons vann Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt þriðjudags í NFL-deildinni. Green Bay átti reyndar sáralitla möguleika eftir að liðið tapaði fyrir Carolina Panthers á sunnudag en sú litla von sem lifði eftir tapið var að engu gerð með sigri fálkanna. Aaron Rodgers sneri aftur í lið Packers aðeins tveimur mánuðum eftir að hann viðbeinsbrotnaði en í hans fjarveru náði Green Bay að halda sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Green Bay hefði þó þurft að vinna síðustu þrjá leiki sína til þess og með Rodgers inni á vellinum var það mögulegt. Cam Newton og hans menn í Panthers spiluðu hins vegar frábærlega í leiknum á sunnudag og átti vörn Green Bay fá svör við því. Rodgers náði ekki að töfra fram það sem þurfti í lok leiksins, eins og hann hefur svo oft gert á ferlinum, og þar við sat. Það er ljóst að Rodgers var ekki búinnn að ná fullum bata fyrir leikinn um helgina því liðið hefur ákveðið, nú þegar að liðið hefur ekki að neinu að keppa, að kippa Rodgers úr liðinu á nýjan leik og setja hann á meiðslalista félagsins í annað skipti á tímabilinu út af sömu meiðslunum. Green Bay hefur ekki misst af úrslitakeppninni síðan 2008 en það var fyrsta árið hans Rodgers sem byrjunarliðsmaður hjá félaginu. Liðið varð meistari tveimur árum síðar og hefur Rodgers verið einn allra besti leikstjórnandi deildarinnar þennan áratug. Tveir leikir verða í beinni útsendingu um jólahátíðarnar á Stöð 2 Sport. Á aðfangadag mætast Dallas Cowboys og Seattle Seahawks klukkan 21.25 og á jóladag verður viðureign Houston Texans og Pittsburgh Steelers sýnd.
NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sjá meira