Einkaþjálfari Brady settur út í kuldann af Belichick Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 11:30 Alex Guerrero og Tom Brady ræða saman eftir einn af fjölmörgum sigurleikjum Patriots. Vísir/Getty Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar. NFL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar.
NFL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira