Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Garðar Örn Úlfarsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 20. desember 2017 11:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar á Íslandi, hækkar verulega í launum. Fréttablaðið/Vilhelm Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira