Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2018 19:31 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira