Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:11 Bæði Oprah og Ivanka hafa verið orðaðar við Hvíta húsið árið 2020. Vísir/Getty Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var innblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. Ræða Opruh vakti gríðarlega athygli og hefur hún verið orðuð við forsetaembættið síðustu daga. Ræða Opruh var innblásin af MeToo-byltinguni og sagði hún að ný dögun væri á sjóndeildarhringnum og að konur muni ekki lengur þola ofbeldi af hálfu karlmanna. Ivanka lofsamaði ræðu Winfrey á Twitter síðu sinni og kallaði eftir því að konur og karlar stæðu saman. Nefndi hún Time‘s Up herferðina sem snýr að því að uppræta kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins og á öðrum vinnustöðum.Just saw @Oprah's empowering & inspiring speech at last night's #GoldenGlobes. Let's all come together, women & men, & say #TIMESUP! #United https://t.co/vpxUBJnCl7— Ivanka Trump (@IvankaTrump) January 9, 2018 Ivanka hefur nú verið gagnrýnd fyrir að styðja bæði föður sinn forsetann og Time‘s Up en fjöldi kvenna hefur sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni og og kynferðisofbeldi. Forsetinn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum en mörgum þykir það hræsni að Ivanka telji sig geta staðið við bakið á honum og talað gegn ofbeldi. Forsetinn var meðal annars sakaður um að káfa á konum, þvinga þær til að kyssa sig og að ganga óvænt inn í búningsherbergi í fegurðarsamkeppnum. Ivanka Trump hefur gert málefni kvenna að sínu aðal umfjöllunarefni síðan hún tók við starfi sínu sem ráðgjafi forsetans. Á ráðstefnu í Tokyo í nóvember sagði hún til að mynda að kynferðisleg áreitni ætti aldrei að líðast. Bandaríkin Donald Trump Golden Globes Tengdar fréttir Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var innblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. Ræða Opruh vakti gríðarlega athygli og hefur hún verið orðuð við forsetaembættið síðustu daga. Ræða Opruh var innblásin af MeToo-byltinguni og sagði hún að ný dögun væri á sjóndeildarhringnum og að konur muni ekki lengur þola ofbeldi af hálfu karlmanna. Ivanka lofsamaði ræðu Winfrey á Twitter síðu sinni og kallaði eftir því að konur og karlar stæðu saman. Nefndi hún Time‘s Up herferðina sem snýr að því að uppræta kynferðislega áreitni innan skemmtanaiðnaðarins og á öðrum vinnustöðum.Just saw @Oprah's empowering & inspiring speech at last night's #GoldenGlobes. Let's all come together, women & men, & say #TIMESUP! #United https://t.co/vpxUBJnCl7— Ivanka Trump (@IvankaTrump) January 9, 2018 Ivanka hefur nú verið gagnrýnd fyrir að styðja bæði föður sinn forsetann og Time‘s Up en fjöldi kvenna hefur sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni og og kynferðisofbeldi. Forsetinn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum en mörgum þykir það hræsni að Ivanka telji sig geta staðið við bakið á honum og talað gegn ofbeldi. Forsetinn var meðal annars sakaður um að káfa á konum, þvinga þær til að kyssa sig og að ganga óvænt inn í búningsherbergi í fegurðarsamkeppnum. Ivanka Trump hefur gert málefni kvenna að sínu aðal umfjöllunarefni síðan hún tók við starfi sínu sem ráðgjafi forsetans. Á ráðstefnu í Tokyo í nóvember sagði hún til að mynda að kynferðisleg áreitni ætti aldrei að líðast.
Bandaríkin Donald Trump Golden Globes Tengdar fréttir Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Oprah Winfrey sögð alvarlega íhuga forsetaframboð Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey er sögð alvarlega íhuga framboð til embætti forseta Bandaríkjanna árið 2020 að því er CNN hefur eftir tveimur nánum vinum hennar. 8. janúar 2018 16:22
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55