Með Titanic húðflúr og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 8. janúar 2018 20:16 Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“ Húðflúr Titanic Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“
Húðflúr Titanic Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira