FBI með mál íslensks forstjóra á borði sínu eftir flugferð til LA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. janúar 2018 08:45 Þorvaldur var handtekinn við komuna til Los Angeles og er málið á borði alríkislögreglunnar. VÍSIR/STEINGRÍMUR „Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira