Útlit fyrir endurkomu Mitts Romney í stjórnmálin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana. vísir/afp Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Útlit er fyrir að Mitt Romney, Repúblikani og fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts sem laut í lægra haldi fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, fari í framboð til öldungadeildar þingsins fyrir hönd Repúblikana í Utah seint á þessu ári. Orrin Hatch, Repúblikani sem nú vermir sætið, tilkynnti í fyrrinótt að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Ákvörðun Hatch þýðir laust sæti og Romney þykir einna líklegastur til að taka slaginn. Politico fjallaði um málið í gær og greindi frá því að Donald Trump forseti hefði í desember, á meðan hann heimsótti Utah, reynt að lægja öldurnar á milli sín og Romneys í ljósi þess að Romney hygði á framboð. Á þeim tíma var þó óljóst hvort af því yrði enda hafði Hatch ekki gert upp hug sinn. Romney og Trump hafa lengi átt í deilum. Hefur Trump meðal annars kallað Romney tapara (e. loser) vegna ósigursins í forsetakosningunum 2012. Þegar allt stefndi í að Trump yrði forsetaframbjóðandi Repúblikana hélt Romney svo ræðu þar sem hann kallaði Trump „svikara og loddara“. Með kjöri Romneys myndi Trump því eignast enn einn óvininn í öldungadeildinni þótt þeir séu í sama flokki. Tölfræðifréttasíðan FiveThirtyEight greindi sigurlíkur Romneys í gær. Þær eru taldar afar góðar enda hefur enginn Demókrati verið öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Utah frá því árið 1974. Þótt Trump sé óvenjulega óvinsæll í ríkinu miðað við að vera Repúblikani þykir það þó ekki draga úr sigurlíkum Romneys enda öllum ljóst hvernig sambandi þeirra er háttað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira