Renna hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 13:59 Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands og Boris Johnson, utanríkisráðherra. vísir/getty Bretland lítur nú hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership, TPP) og er talað um að viðræður muni líklegast eiga sér stað um aðild ríkisins að samningnum þegar Brexit-ferlinu lýkur. The Guardian greinir frá.Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, er sagður vera að leggja drög að samningum við TPP en ellefu ríki eiga nú þegar aðild að þessari fríverslun. Þau eru Ástralía, Brúnei, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam. Samningurinn var undirritaður snemma árs 2016 og var það einkum fyrir tilstilli Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Nú er öldin hins vegar önnur því Bandaríkin drógu aðild sína að samningnum til baka í janúar 2017 þegar Donald Trump komst til valda. Fari svo að samningar náist yrði Bretland fyrsta aðildarríki samningsins sem ekki hefur landamæri að Kyrrahafi eða Suður-Kínahafi. Ekki þykir þó líklegt að slík fyrirheit verði að veruleika á næstunni sökum þess að Bretland stendur enn í stappi við Evrópusambandið um útgöngu en einnig vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að draga til baka aðild sína. TPP-samningurinn er því til skoðunar þessa dagana og munu einhverjar endurbætur eiga sér stað í þeim efnum. Fari svo að Bretar gangi að fullu úr innri mörkuðum Evrópusambandsins þykir líklegt að ríkisstjórn þar í landi leiti nýrra leiða í viðskiptum gagnvart öðrum ríkjum. Bretland Brexit Chile Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bretland lítur nú hýru auga til fríverslunarsamnings Kyrrahafsríkja (Trans-Pacific Partnership, TPP) og er talað um að viðræður muni líklegast eiga sér stað um aðild ríkisins að samningnum þegar Brexit-ferlinu lýkur. The Guardian greinir frá.Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, er sagður vera að leggja drög að samningum við TPP en ellefu ríki eiga nú þegar aðild að þessari fríverslun. Þau eru Ástralía, Brúnei, Kanada, Síle, Japan, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Perú, Singapúr og Víetnam. Samningurinn var undirritaður snemma árs 2016 og var það einkum fyrir tilstilli Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta. Nú er öldin hins vegar önnur því Bandaríkin drógu aðild sína að samningnum til baka í janúar 2017 þegar Donald Trump komst til valda. Fari svo að samningar náist yrði Bretland fyrsta aðildarríki samningsins sem ekki hefur landamæri að Kyrrahafi eða Suður-Kínahafi. Ekki þykir þó líklegt að slík fyrirheit verði að veruleika á næstunni sökum þess að Bretland stendur enn í stappi við Evrópusambandið um útgöngu en einnig vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að draga til baka aðild sína. TPP-samningurinn er því til skoðunar þessa dagana og munu einhverjar endurbætur eiga sér stað í þeim efnum. Fari svo að Bretar gangi að fullu úr innri mörkuðum Evrópusambandsins þykir líklegt að ríkisstjórn þar í landi leiti nýrra leiða í viðskiptum gagnvart öðrum ríkjum.
Bretland Brexit Chile Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samningur Kyrrahafsríkja undirritaður Fulltrúar tólf ríkja hafa undirritað umdeildan samning um niðurfellingu tolla og fleira. 5. febrúar 2016 07:00
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27