Mótherjar Íslands í sumar mega fá eiginkonurnar og kærusturnar í heimsókn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 08:00 John Obi Mikel og félagar eru örugglega mjög sáttir við þessar fréttir. Vísir/Getty Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og verður annar mótherji íslenska liðsins á mótinu á eftir Argentínu. Gernot Rohr, þjálfari nígeríska landsliðsins, ætlar ekki að koma í veg fyrir samskipti leikmanna við eiginkonur sínar eða kærustur á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Rohr hefur nú gefið það út að eiginkonurnar og kærustur megi reglulega heimsækja mennina sína í búðir liðsins á meðan mótinu stendur. Hann ræddi þetta á blaðamannafundi en Gernot Rohr telur að þetta hjálpi leikmönnum að einbeita sér betur að fótboltanum. „Eftir hvern leik þá leikmenn einn dag þar sem þeir mega bjóða til síns eiginkonum, kærustum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, slaka á með þeim og hafa gaman. Þetta mun hjálpa leikmönnunum andlega og stuðla að meiri einbeitingu fyrir næsta leik,“ sagði Gernot Rohr. „Það verður gott fyrir leikmennina mína að hitta fjölskyldur sína eftir langt tímabil í Evrópu,“ sagði Gernot Rohr og hann hefur fullan stuðning frá nígeríska fótboltasambandinu. „Rohr ræður þessu alveg sjálfur. Ég veit að önnur lið gera þetta líka en þetta stendur og fellur með vilja þjálfarans. Þetta mál er á hans borði,“ sagði Amaju Pinnick forseti nígeríska knattspyrnusambandsins. Amaju Pinnick segir að allt verði gert fyrir leikmennina. Þeir munu því fá dagpeninga, bónusa og gott starfslið í kringum sig. „Við viljum ná langt og ætlum ekki að láta neitt svoleiðis stoppa okkur,“ sagði Pinnick. Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní eða sex sögum eftir að liðin spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu, Nígería á móti Króatíu en Ísland á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Nígería er í riðli með Íslandi á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og verður annar mótherji íslenska liðsins á mótinu á eftir Argentínu. Gernot Rohr, þjálfari nígeríska landsliðsins, ætlar ekki að koma í veg fyrir samskipti leikmanna við eiginkonur sínar eða kærustur á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Rohr hefur nú gefið það út að eiginkonurnar og kærustur megi reglulega heimsækja mennina sína í búðir liðsins á meðan mótinu stendur. Hann ræddi þetta á blaðamannafundi en Gernot Rohr telur að þetta hjálpi leikmönnum að einbeita sér betur að fótboltanum. „Eftir hvern leik þá leikmenn einn dag þar sem þeir mega bjóða til síns eiginkonum, kærustum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, slaka á með þeim og hafa gaman. Þetta mun hjálpa leikmönnunum andlega og stuðla að meiri einbeitingu fyrir næsta leik,“ sagði Gernot Rohr. „Það verður gott fyrir leikmennina mína að hitta fjölskyldur sína eftir langt tímabil í Evrópu,“ sagði Gernot Rohr og hann hefur fullan stuðning frá nígeríska fótboltasambandinu. „Rohr ræður þessu alveg sjálfur. Ég veit að önnur lið gera þetta líka en þetta stendur og fellur með vilja þjálfarans. Þetta mál er á hans borði,“ sagði Amaju Pinnick forseti nígeríska knattspyrnusambandsins. Amaju Pinnick segir að allt verði gert fyrir leikmennina. Þeir munu því fá dagpeninga, bónusa og gott starfslið í kringum sig. „Við viljum ná langt og ætlum ekki að láta neitt svoleiðis stoppa okkur,“ sagði Pinnick. Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní eða sex sögum eftir að liðin spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu, Nígería á móti Króatíu en Ísland á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira