Víðines minnir á geðveikrahæli Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án stuðnings. Hér er hann með Gylfa Ægissyni. vísir/hanna „Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna á fjórðu viku og finnst velferðarsvið borgarinnar alls ekki sinna okkur nógu vel hérna í Víðinesi,“ segir Kjartan Theódórsson, einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi. „Ég er nú farinn að halda að þetta hafi aðallega snúist um að losna við okkur Gylfa [Ægisson] vegna þess að við vorum svo mikið í fjölmiðlum. Núna eru allt að því níu herbergi laus sem mætti nýta enda fullt af heimilislausu fólki á hálfgerðum vergangi.“ Þeir Gylfi segjast þannig ekki skilja hvers vegna Gylfa hefur verið gert að yfirgefa staðinn þar sem nóg er þar af lausum herbergjum. Kjartan segir Víðinesið vera algert neyðarúrræði og alls ekki eftirsóknarverðan dvalarstað. „Hér er engin afþreying. Ekki einu sinni sjónvarp. Sjö kílómetra gangur á næstu strætóstoppistöð og félagsleg einangrun mikil. Fyrir okkur sem erum bíllaus er síðan meiri háttar mál að komast í búð og kaupa í matinn.“ Kjartan segir andlegt og líkamlegt ástand þeirra sem dvelja í Víðinesi misgott og furðu sæti að fólki sem glímir við geðræn vandamál sé komið þar fyrir án nokkurs stuðnings. „Þetta lítur út eins og geðveikrahæli. Hér eru engir ráðgjafar en hingað eru andlega veikir menn sendir. Hingað kom til dæmis strákur beint af geðdeild og á svo bara að redda sér sjálfur á AA-fundi. Hann sprakk um helgina. Lögreglan þurfti að koma hingað tvisvar um helgina. Hér var einn, á einhverjum ofskynjunarlyfjum, sem hringdi sjálfur á lögregluna. Sagði að hér væru hryðjuverkamenn, lík og sprengjur úti um allt.“ Kjartan segist ekkert skilja í því hvers vegna félagsráðgjafar eða geðlæknir komi ekki reglulega á staðinn og veiti þeim sem þess þurfa stuðning. „Fólk þarf hjálp til þess að stíga fyrstu sporin. Þegar ég kom hingað var ég búinn að vera sex mánuði á götunni og þótt maður fái hérna inni er samt ákveðið áfall að vera hérna í einangruninni. Þetta er ákveðin frelsissvipting.“ Kjartan og Gylfi Ægisson telja samninginn sem fólki í Víðinesi er gert að skrifa undir undarlegan og að það fái lítið fyrir þær 50.000 krónur sem það greiðir mánaðarlega fyrir dvölina. „Okkur var bara stillt upp við vegg. Tekin fyrir eitt í einu og sagt að skrifa undir eða pakka annars saman og koma okkur burt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira