Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2018 12:02 Menn eru komnir langt á veg með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Spurningin er hversu næmt loftslagið er nákvæmlega fyrir þeirri breytingu. Vísir/AFP Aðstandendur nýrrar rannsóknar segja að hún dragi úr óvissu um hversu mikið jörðin mun hlýna með tvöföldun styrks gróðurhúsalofttegunda um 60%. Niðurstaðan bendir til þess að hlýnun verði ekki eins mikil og óttast var að hún gæti orðið mest. Líklegra sé hins vegar að hún verði meiri en bjartsýnni sviðsmyndir spáðu fyrir um. Menn eru um það bil hálfnaðir með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum með brennslu á jarðefnaeldsneyti, landbúnaði og landnotkun sinni. Styrkurinn var 280 hlutar af milljón fyrir iðnbyltingu en er nú 405 hlutar af milljón. Eitt stærsta spurningarmerkið í rannsóknum á hversu mikið loftslag jarðar mun hlýna í kjölfarið varðar hversu næmt loftslagslagið er fyrir hækkandi styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Loftslagslíkön hafa gefið niðurstöður á töluvert breiðu bili fyrir tvöföldun styrksins. Þannig hefur möguleg hlýnun verið talin geta orðið á bilinu 1,5 til 4,5°C fyrir lok þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 2°C og reyna að takmarka hana við 1,5°C ef hægt er.Litlar líkur á mestu og minnstu hlýnuninni Markmið rannsóknar þriggja vísindamanna við Exeter-háskóla og Vistfræði- og vatnafræðimiðstöð Bretlands var að draga úr óvissunni um næmni loftslagsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature. Rannsakendurnir skoðuðu árlegar náttúrulegar sveiflur í lofslaginu sem eru óháðar styrk gróðurhúsalofttegunda og hvernig þær tengdust næmi kerfisins.Ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þurfa menn að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku.Vísir/AFPNiðurstaða þeirra er að litlar líkur séu á mestu mögulegu hlýnuninni samkvæmt líkönunum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að þeir telja einnig að litlar líkur séu að hlýnunin verði á lægri enda bilsins. Þannig séu innan við 3% líkur á að hlýnunin verði 1,5°C eða minni við tvöföldun styrks koltvísýrings og innan við 1% á að hún verði 4,5°C eða meiri. „Við teljum að líklegasta bilið sé 2,2 til 3,4°C svo það gerir frekar lítið úr spám um mikla næmni loftslag fyrir ofan 4°C og litla næmni fyrir neðan 2°C,“ segir Peter Cox frá Exeter-háskóla við bandaríska dagblaðið. Miðgildi mögulegrar hlýnunnar væri því 2,8°C fyrir lok aldarinnar, aðeins lægra en þær 3°C sem bilið með meiri óvissu gefur til kynna.Stangast á við sambærilega rannsókn Cox segir jafnframt að séu niðurstöður þeirra félaganna réttar þá séu menn líklega við það að fara yfir 1,5°C-mörkin úr Parísarsamkomulaginu en hugsanlegt sé að halda hlýnuninni innan við 2°C. Nýja rannsóknin er þó fjarri því að svara spurningunni um næmni loftslagsins fyrir gróðurhúsalofttegundum endanlega. Þannig stangast niðurstöður hennar á við svipaða rannsókn sem birtist í fyrra. Höfundar hennar komust að þeirri niðurstöðu að loftslagslíkön sem fanga best núverandi aðstæður í loftslagi jarðar séu jafnframt þau sem geri ráð fyrir mestri hlýnun í framtíðinni með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þannig gæti hlýnun orðið jafnvel enn meiri en óttast hefur verið. Sú rannsókn byggði á annarri aðferð en sú nýja. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Aðstandendur nýrrar rannsóknar segja að hún dragi úr óvissu um hversu mikið jörðin mun hlýna með tvöföldun styrks gróðurhúsalofttegunda um 60%. Niðurstaðan bendir til þess að hlýnun verði ekki eins mikil og óttast var að hún gæti orðið mest. Líklegra sé hins vegar að hún verði meiri en bjartsýnni sviðsmyndir spáðu fyrir um. Menn eru um það bil hálfnaðir með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum með brennslu á jarðefnaeldsneyti, landbúnaði og landnotkun sinni. Styrkurinn var 280 hlutar af milljón fyrir iðnbyltingu en er nú 405 hlutar af milljón. Eitt stærsta spurningarmerkið í rannsóknum á hversu mikið loftslag jarðar mun hlýna í kjölfarið varðar hversu næmt loftslagslagið er fyrir hækkandi styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Loftslagslíkön hafa gefið niðurstöður á töluvert breiðu bili fyrir tvöföldun styrksins. Þannig hefur möguleg hlýnun verið talin geta orðið á bilinu 1,5 til 4,5°C fyrir lok þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 2°C og reyna að takmarka hana við 1,5°C ef hægt er.Litlar líkur á mestu og minnstu hlýnuninni Markmið rannsóknar þriggja vísindamanna við Exeter-háskóla og Vistfræði- og vatnafræðimiðstöð Bretlands var að draga úr óvissunni um næmni loftslagsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature. Rannsakendurnir skoðuðu árlegar náttúrulegar sveiflur í lofslaginu sem eru óháðar styrk gróðurhúsalofttegunda og hvernig þær tengdust næmi kerfisins.Ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þurfa menn að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku.Vísir/AFPNiðurstaða þeirra er að litlar líkur séu á mestu mögulegu hlýnuninni samkvæmt líkönunum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að þeir telja einnig að litlar líkur séu að hlýnunin verði á lægri enda bilsins. Þannig séu innan við 3% líkur á að hlýnunin verði 1,5°C eða minni við tvöföldun styrks koltvísýrings og innan við 1% á að hún verði 4,5°C eða meiri. „Við teljum að líklegasta bilið sé 2,2 til 3,4°C svo það gerir frekar lítið úr spám um mikla næmni loftslag fyrir ofan 4°C og litla næmni fyrir neðan 2°C,“ segir Peter Cox frá Exeter-háskóla við bandaríska dagblaðið. Miðgildi mögulegrar hlýnunnar væri því 2,8°C fyrir lok aldarinnar, aðeins lægra en þær 3°C sem bilið með meiri óvissu gefur til kynna.Stangast á við sambærilega rannsókn Cox segir jafnframt að séu niðurstöður þeirra félaganna réttar þá séu menn líklega við það að fara yfir 1,5°C-mörkin úr Parísarsamkomulaginu en hugsanlegt sé að halda hlýnuninni innan við 2°C. Nýja rannsóknin er þó fjarri því að svara spurningunni um næmni loftslagsins fyrir gróðurhúsalofttegundum endanlega. Þannig stangast niðurstöður hennar á við svipaða rannsókn sem birtist í fyrra. Höfundar hennar komust að þeirri niðurstöðu að loftslagslíkön sem fanga best núverandi aðstæður í loftslagi jarðar séu jafnframt þau sem geri ráð fyrir mestri hlýnun í framtíðinni með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þannig gæti hlýnun orðið jafnvel enn meiri en óttast hefur verið. Sú rannsókn byggði á annarri aðferð en sú nýja.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25
Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07