Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2018 21:00 Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur. Umhverfismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur.
Umhverfismál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?