Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:30 Albert Guðmundsson í leiknum á móti Indónesíu. Vísir/AFP 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira