Rússar stofnuðu á annað hundrað Facebook-viðburða fyrir bandarísku forsetakosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 20:03 Útsendarar rússneskra stjórnvalda greiddu fyrir Facebook-færslur í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Markmiðið var að ala á sundrungu bandarísku þjóðarinnar. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52
Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52
Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00