Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 23:25 Trump sagðist tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Áður spurði hann fréttamenn hins vegar hvort að Hillary Clinton hefði verið eiðsvarin þegar hún svaraði spurningum FBI um notkun sína á einkatölvupóstþjóni sumarið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00