Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar: Ungmenni horfa mikið á klám og vilja meiri kynfræðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:00 Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Skortur á kynfræðslu og mikið áhorf á klám veldur því að mörk kynlífs og kláms eru lítil. Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. Á fundi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur í morgun voru tvær viðtalsrannsóknir kynntar sem fjölluðu um upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu. Helstu niðurstöður eru að ungt fólk horfi mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur en íslenskir strákar eiga Norðurlandamet í iðjunni, og að kynfræðslan snúist fyrst og fremst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla ungmenna. „Og ef þetta er kynfræðslan sem krakkarnir fá þá skilar það sér út í kynlífið þeirra. Okkar viðmælendur, bæði strákar og stelpur upplifa að allir séu að tapa á þessu vegna þess að strákarnir eru að koma inn með óraunhæfar væntingar. Þeir eru að gera kröfur á stelpurnar, stelpurnar eru jafnvel að láta undan, þær eru að þóknast strákunum og líður svo kannski endilega ekki vel á eftir,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra jafnréttismála hjá Reykjavíkurborg. Sérstaklega nefndu ungmennin endaþarmsmök í því samhengi þar sem stúlkur láta undan þrýstingi. „Og þegar ég var að spyrja þær „En er þetta eitthvað sem þig langar til að gera, ertu að gera þetta fyrir þig?“ því auðvitað mega krakkarnir gera allt sem þau vilja ef að þeim langar til þess. En þá sögðu þær: „Ja, maður gerir þetta kannski bara svo að hann fari ekki og geri þetta með einhverri annarri, maður gerir þetta kannski bara til að vera ekki leiðinlega kærastan.““ „Og síðan þetta að þegar kom að því að stunda kynlíf að það ætti að vera eitthvað í átt við það sem þú hefur séð í klámmynd, þá kemur frammistöðukvíði og kvíði yfir því að líkami þinn sé ekki eins og meitluð klámmyndastjarna,“ segir Þórður Kristinsson, menntaskólakennari og mannfræðingur. Ungmennin kölluðu sjálf eftir betri kynfræðslu og er Reykjavíkurborg að fara af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum þar sem kynfræðsla verður kennd frá því í fyrsta bekk með áherslu á samskipti og samtal um kynlíf. „Svona eldra fólki á mínum aldri er ekki tamt að tala um kynlíf opinskátt og ég veit að mörgum kennurum finnst þetta óþægilegt og hluti af því sem við verðum að fara í núna er bara að kenna kennurum að tala um kynlíf við börn,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent