Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 19:43 Þegar Comey kom fyrir þingnefnd í sumar sagðist hann hafa strax byrjað að halda minnisblöð eftir fyrstu samskipti sín við Trump því hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um þau. Vísir/AFP Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45