Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. janúar 2018 08:30 Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. vísir/gva Tveir rannsóknarlögreglumenn og einn fulltrúi af ákærusviði fá nú það hlutverk að yfirfara öll mál kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem eru til rannsóknar aftur og greina þau. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu stíft í gær vegna máls þar sem maður sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti, en kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst síðastliðnum vegna brota sem eiga að hafa staðið yfir frá árunum 2004-2010. Manninum var hins vegar ekki vikið úr starfi á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda fyrr en í síðustu viku. Daginn eftir var hann settur í gæsluvarðhald. Maðurinn starfaði því með ungmennum í rúma fimm mánuði eftir að kæran var lögð fram. Til þessara aðgerða er gripið í viðleitni embættisins til að tryggja að engin mál, sambærileg máli mannsins sem um ræðir, komi upp. Lögregla hefur viðurkennt mistök og yfirsjón í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglunnar segir að starfsmenn deildarinnar hafi talið að meintur gerandi hefði verið stuðningsfulltrúi kæranda, en ekki litið þannig á að viðkomandi starfaði enn að barnaverndarmálum.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.VísirRéttargæslumaður meints brotaþola í málinu, Sævar Þór Jónsson, segir að í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál piltsins hafi sjö einstaklingar haft samband við sig, í síma og í tölvupósti. „Þetta er fólk sem vill veita stuðning varðandi rannsókn, staðfesta lýsingar og brot. Ég hef hvatt þetta fólk til að senda inn kæru.“ Aðspurður segir hann þessa einstaklinga ekki hafa tilgreint sérstaklega hvar þeir hafi kynnst manninum, það er að segja hvort um sé að ræða ásakanir um brot gegn börnum sem honum hefur verið trúað fyrir starfa sinna vegna. „En þetta eru einstaklingar sem kannast við lýsingar á manninum og segjast hafa átt í samskiptum við hann. Sumir eru eingöngu að koma fram til að veita stuðning. Það er bara misjafnt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn er kærður fyrir kynferðisbrot, en í febrúar 2013 kærði ungur piltur manninn fyrir kynferðislega áreitni. Meint brot eiga að hafa staðið yfir þegar drengurinn var á aldrinum 10 til 17 ára. Maðurinn var ekki boðaður í skýrslutöku vegna málsins fyrr en í september sama ár. Hann neitaði sök og með bréfi í nóvember 2013 var ætlað brot talið fyrnt. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Tveir rannsóknarlögreglumenn og einn fulltrúi af ákærusviði fá nú það hlutverk að yfirfara öll mál kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem eru til rannsóknar aftur og greina þau. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu stíft í gær vegna máls þar sem maður sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti, en kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst síðastliðnum vegna brota sem eiga að hafa staðið yfir frá árunum 2004-2010. Manninum var hins vegar ekki vikið úr starfi á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda fyrr en í síðustu viku. Daginn eftir var hann settur í gæsluvarðhald. Maðurinn starfaði því með ungmennum í rúma fimm mánuði eftir að kæran var lögð fram. Til þessara aðgerða er gripið í viðleitni embættisins til að tryggja að engin mál, sambærileg máli mannsins sem um ræðir, komi upp. Lögregla hefur viðurkennt mistök og yfirsjón í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglunnar segir að starfsmenn deildarinnar hafi talið að meintur gerandi hefði verið stuðningsfulltrúi kæranda, en ekki litið þannig á að viðkomandi starfaði enn að barnaverndarmálum.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.VísirRéttargæslumaður meints brotaþola í málinu, Sævar Þór Jónsson, segir að í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál piltsins hafi sjö einstaklingar haft samband við sig, í síma og í tölvupósti. „Þetta er fólk sem vill veita stuðning varðandi rannsókn, staðfesta lýsingar og brot. Ég hef hvatt þetta fólk til að senda inn kæru.“ Aðspurður segir hann þessa einstaklinga ekki hafa tilgreint sérstaklega hvar þeir hafi kynnst manninum, það er að segja hvort um sé að ræða ásakanir um brot gegn börnum sem honum hefur verið trúað fyrir starfa sinna vegna. „En þetta eru einstaklingar sem kannast við lýsingar á manninum og segjast hafa átt í samskiptum við hann. Sumir eru eingöngu að koma fram til að veita stuðning. Það er bara misjafnt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn er kærður fyrir kynferðisbrot, en í febrúar 2013 kærði ungur piltur manninn fyrir kynferðislega áreitni. Meint brot eiga að hafa staðið yfir þegar drengurinn var á aldrinum 10 til 17 ára. Maðurinn var ekki boðaður í skýrslutöku vegna málsins fyrr en í september sama ár. Hann neitaði sök og með bréfi í nóvember 2013 var ætlað brot talið fyrnt.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46