Peningarnir í Ofurskálinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson NFL Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar