Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 15:16 Frá samstöðufundi í Barcelona þar sem fólk var með grímur af andliti Carles Puigemont. Vísir/AFP Óvissa ríkir enn í Katalóníu eftir að Roger Torrent, forseti þings héraðsins, ákvað að fresta atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont að forseta héraðsstjórnarinnar. Torrent hét því þó að gera Puigdemont að forseta seinna en stjórnlagadómstóll Spánar hefur úrskurðað að Puigdemont, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, geti ekki orðið forseti aftur. „Spænska ríkisstjórnin og stjórnlagadómstóllinn eru að reyna að brjóta á rétti þúsunda Katalóna sem kusu þann 21. desember og við munum ekki leyfa það,“ sagði Torrent. Puigdemont flúði til Belgíu skömmu eftir að ríkisstjórn Spánar vék honum úr starfi í október. Það var gert eftir þjóðaatkvæðagreiðslu í Katalóníu sem ríkisstjórn Spánar segir hafa verið ólöglega. Héraðsstjórn Katalóníu var leyst upp og Madríd tók yfir stjórn héraðsins. Snúi Puigdemont aftur til Spánar verður hann handtekinn. Aðskilnaðarsinnar hlutu þó aftur meirihluta í kosningum í Katalóníu í desember og vilja þeir gera Puigdemont aftur að forseta og stóð til að gera það í dag. Stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði um helgina að Puigdemont yrði að vera á þinginu til að geta orðið forseti héraðsstjórnarinnar. Torrent hefur þó frestað atkvæðagreiðslunni um óákveðinn tíma. Hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun til að tryggja að hægt væri að gera Puigdemont forseta með áhrifaríkari hætti. Þá þvertók hann fyrir að annar en Puigdemont kæmi til greina. Ríkisstjórn Spánar fagnaði þessari ákvörðun og sagði hana komið í veg fyrir að gert yrði grín að lýðræði Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í sjónvarpi í dag að ómögulegt væri að vera „flóttamaður í Belgíu og búast við því að geta orðið forseti lýðræðislegrar stofnunar“. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Óvissa ríkir enn í Katalóníu eftir að Roger Torrent, forseti þings héraðsins, ákvað að fresta atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont að forseta héraðsstjórnarinnar. Torrent hét því þó að gera Puigdemont að forseta seinna en stjórnlagadómstóll Spánar hefur úrskurðað að Puigdemont, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, geti ekki orðið forseti aftur. „Spænska ríkisstjórnin og stjórnlagadómstóllinn eru að reyna að brjóta á rétti þúsunda Katalóna sem kusu þann 21. desember og við munum ekki leyfa það,“ sagði Torrent. Puigdemont flúði til Belgíu skömmu eftir að ríkisstjórn Spánar vék honum úr starfi í október. Það var gert eftir þjóðaatkvæðagreiðslu í Katalóníu sem ríkisstjórn Spánar segir hafa verið ólöglega. Héraðsstjórn Katalóníu var leyst upp og Madríd tók yfir stjórn héraðsins. Snúi Puigdemont aftur til Spánar verður hann handtekinn. Aðskilnaðarsinnar hlutu þó aftur meirihluta í kosningum í Katalóníu í desember og vilja þeir gera Puigdemont aftur að forseta og stóð til að gera það í dag. Stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði um helgina að Puigdemont yrði að vera á þinginu til að geta orðið forseti héraðsstjórnarinnar. Torrent hefur þó frestað atkvæðagreiðslunni um óákveðinn tíma. Hann sagðist hafa tekið þá ákvörðun til að tryggja að hægt væri að gera Puigdemont forseta með áhrifaríkari hætti. Þá þvertók hann fyrir að annar en Puigdemont kæmi til greina. Ríkisstjórn Spánar fagnaði þessari ákvörðun og sagði hana komið í veg fyrir að gert yrði grín að lýðræði Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í sjónvarpi í dag að ómögulegt væri að vera „flóttamaður í Belgíu og búast við því að geta orðið forseti lýðræðislegrar stofnunar“.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira