Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa samþykkt að birta opinberlega minnisblað þar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið er sakað um hlutdrægni og misferli í tengslum við Rússarannsóknina á Donald Trump forseta. Á sama tíma hvarf aðstoðarforstjóri FBI frá störfum eftir langvarandi árásir Trump á hann. Eftir því sem aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hefur hluti Repúblikanaflokksins magnað upp tilraunir til þess að grafa undan trúverðugleika rannsóknar hans. Það hafa þeir gert með því að halda uppi linnulausri gagnrýni á háttsetta stjórnendur FBI og dómsmálaráðuneytisins. Nýjasta útspilið í þeirri herferð er ákvörðun meirihluta repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær um að birta opinberlega umdeilt minnisblað sem Devin Nunes, formaður hennar, lét taka saman. Í því er FBI og dómsmálaráðuneytið gagnrýnt harðlega. Trump þarf að samþykkja birtingu minnisblaðsins en talsmenn hans hafa sagt að hann hallist að því að gera efni þess opinbert. Það gæti gerst strax í þessari viku. Þetta er í fyrsta skipti sem þingnefnd nýtir sér heimild í lögum til að birta skjal sem þetta.Hvað stendur í minnisblaðinu? Óljóst er hvað kemur nákvæmlega fram í minnisblaðinu umdeilda en aðeins þingmenn hafa haft aðgang að því fram að þessu. Repúblikanar hafa vísað til minnisblaðsins til að fullyrða að yfirmenn FBI hafi frá upphafi verið hlutdrægir gegn Trump, eins og forsetinn hefur sjálfur haldið fram. Þeir sem eru sérstaklega gagnrýndir eru Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann sem fól Mueller að taka við Rússarannsókninni, og Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI sem hætti störfum í gær, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar.Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur undanfarið krafist gagna um Rússarannsóknina frá FBI og dómsmálaráðuneytinu. Hann hefur tekið saman minnisblað þar sem hann gagnrýnir báðar stofnanir harðlega.Vísir/AFPÍ minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi haft brögð í tafli þegar krafist var heimildar til að hlera fjarskipti Carter Page, eins ráðgjafa forsetaframboðs Trump, í rannsókninni á því hvort að framboðið hafi átt samráð við útsendara rússneskra stjórnvalda. Svo virðist sem að repúblikanar haldi því fram að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi byggt á skýrslu sem breskur njósnari vann fyrir greiningarfyrirtækið Fusion GPS til að fá heimild til að hlera Page án þess að greina frá því að Demókrataflokkurinn hafi greitt fyrir skýrsluna. Upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali repúblikana sem greiddu fyrir skýrsluna en demókratar tóku við þegar Trump tryggði sér útnefningu flokksins.Sjá einnig:Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgarWashington Post segir hins vegar að leyniþjónustudómstólar setji strangar kröfur fyrir heimildum til hlerana og FBI hafi lengi fylgst með Page. Byggt hafi verið á samskiptum við Rússa sem ekki hefur verið greint frá opinberlega þegar krafist var heimildar til hlerunar. „Gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið Dómsmálaráðuneytið varaði fulltrúa nefndarinnar eindregið við því að birta minnisblaðið opinberlega. Það væri „gríðarlega glannalegt“ ef fulltrúar ráðuneytisins eða FBI fengju ekki að fara yfir það og ráðleggja nefndarmönnum um hvort að birtingin gæti skaðað þjóðaröryggi eða rannsóknir sem eru í gangi. Núverandi og fyrrverandi löggæslufulltrúar í Bandaríkjunum vara við því að með því að birta minnisblaðið opinberlega verði viðkvæmir heimildarmenn og aðferðir afhjúpaðar sem erlendir óvinir Bandaríkjanna gætu nýtt sér og bundinn verði endir á samstarf í leyniþjónustumálum við bandalagsþjóðir eins og Breta sem muni ekki lengur treysta bandarískum starfssystkinum sínum. Demókratar hafa einnig mótmælt birtingunni harðlega. Þeir segja að minnisblaðið dragi upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á.Christopher Wray, forstjóri FBI, er sagður hafa óskað eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunefndarinnar áður en hún samþykkti að birta leynilegt minnisblað opinberlega. Repúblikanar í nefndinni féllust ekki á þá beiðni.Vísir/AFPRepúblikanar í leyniþjónustunefndinni höfnuðu hins vegar að birta opinberlega minnisblað minnihluta demókrata í nefndinni sem lýst er sem andsvari við skjal Nunes. Adam Schiff, oddviti demókrata í nefndinni, segir að Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi sagt forsvarsmönnum nefndarinnar að hann hafi áhyggjur af birtingu skjalsins og hafi óskað eftir að fá að ræða við nefndarmenn fyrst. Hann hafi ekki fengið tækifæri til þess áður en repúblikanar samþykktu að birta minnisblaðið.Kallaði eiginkonu aðstoðarforstjóra FBI „tapara“Fréttirnar af ákvörðun leyniþjónustunefndarinnar komu sama dag og greint var frá því að Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI, hefði stigið til hliðar, nokkrum mánuðum fyrr en áður hafði verið áætlað. McCabe hefur verið skotmark árása Trump forseta og repúblikana lengi. Trump er gríðarlega ósáttur við að McCabe hafi komið nálægt rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton árið 2016 og Rússarannsókninni. Ástæðan er sú að eiginkona McCabe þáði fjárstyrki frá nánum bandamanni Hillary Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015. Þá var McCabe ekki orðinn aðstoðarforstjóri FBI. Trump hefur ítrekað gagnrýnt McCabe á þessum forsendum á Twitter síðustu mánuði. Í einu tísti furðaði hann sig á hvers vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefði ekki rekið hann nú þegar.McCabe hefur mátt þolað ítrekaða gagnrýni frá Trump á opinberum vettvangi. Sessions dómsmálaráðherra (í bakgrunni) er sagður hafa þrýst á núverandi forstjóra FBI um að reka McCabe og aðra yfirmenn frá tíð James Comey.Vísir/AFPFréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar hafði eftir heimildarmönnum í gær að Trump hafi einnig gagnrýnt McCabe við hann sjálfan. Þegar forsetinn rak James Comey, forstjóra FBI, í maí i fyrra var Comey staddur í Kaliforníu. Flaug hann heim með flugvél FBI þann dag. Trump er sagður hafa verið foxillur yfir því og hringt í McCabe, sem þá var starfandi forstjóri FBI, til að spyrja hvers vegna Comey hefði fengið að fljúga heim með vél stofnunarinnar. McCabe sagði að það hefði ekki verið borið undir hann en ef hann hefði verið spurður hefði hann leyft Comey að fljúga heim með vélinni. Eftir stutta þögn í símanum hafi Trump sagt McCabe að „spyrja eiginkonu sína hvernig það væri að vera tapari“. „Allt í lagi, herra,“ á McCabe að hafa svarað en Trump hafi þá lagt á. Hvíta húsið segir að fréttin sé uppspuni frá rótum. Forsetinn gagnrýndi pólitísk umsvif eiginkonu McCabe aftur á fundi þeirra í Hvíta húsinu skömmu síðar. Á sama fundi spurði forsetinn McCabe hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum. Hvíta húsið neitaði því í gær að Trump hefði komið nálægt brotthvarfi McCabe. Telja ekki þörf á refsiaðgerðum gegn Rússum Á milli frétta af aðgerðum repúblikana í þinginu og brotthvarfs McCabe tilkynnti utanríkisráðuneytið að það teldi ekki þörf á framfylgja frekari refsiaðgerðum gegn Rússum sem yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjaþings samþykkti í fyrra. Refsiaðgerðirnar voru samþykktar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, sagði síðast í gær að hann teldi að Rússar ætluðu að leika sama leik í þingkosningunum í Bandaríkjunum í haust. Vísaði ráðuneytið til þess að frumvarpið um refsiaðgerðirnar eitt og sér væri nægilega áhrifaríkt til þess að refsa Rússum.Richard Nixon rak sérstakan saksóknara í Watergate-málinu sem leiddi til þess að yfirmenn dómsmálaráðuneytisins hættu. Margir repúblikanar sneru bakinu við Nixon í kjölfarið. Nú virðast repúblikanar þvert á móti fylkja sér að baki Trump í slag hans við rannsakendur.Vísir/GettyLíkt við „laugardagsfjöldamorð“ Nixon Vendingar síðustu vikna og gærdagsins benda til þess að repúblikanar séu tilbúnir að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna í viðleitni sinni til að verja Trump forseta fyrir rannsókn Mueller. Carl Bernstein, annar blaðamanna Washington Post sem yfirleitt er eignaður heiður af því að hafa afhjúpað Watergate-hneykslið, sér hliðstæður á milli aðgerða repúblikana nú og vendipunktar í því hneyksli á sínum tíma. „Við gætum litið til baka á kvöldið í kvöld sem mánudagskvöldsslátrunina á stjórnsýslu dómsmála í Bandaríkjunum,“ tísti Bernstein eftir atburði gærdagsins. Vísaði hann þar til „laugardagsfjöldamorðsins“ svonefnda 20. október árið 1973. Þá rak Richard Nixon forseti Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans.We may look back on tonight as the Monday Night Slaughter of the administration of justice in the United States.— Carl Bernstein (@carlbernstein) January 30, 2018 Comey sjálfur gagnrýndi repúblikana óbeint í tísti þar sem hann lofaði störf McCabe fyrir alríkislögregluna. Comey er sjálfur repúblikani. „Lögreglufulltrúinn Andrew McCabe stóð hnarreistur síðustu átta mánuðina þegar litlar manneskjur reyndu að rífa niður stofnun sem við reiðum okkur öll á,“ tísti Comey og sagði að Bandaríkin þurfa á FBI á að halda.Special Agent Andrew McCabe stood tall over the last 8 months, when small people were trying to tear down an institution we all depend on. He served with distinction for two decades. I wish Andy well. I also wish continued strength for the rest of the FBI. America needs you.— James Comey (@Comey) January 30, 2018 Atburðir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 virðast grafa undan kenningum repúblikana um að yfirmenn FBI hafi verið hlutdrægir gegn Trump frá upphafi, meðal annars vegna tengsla við Hillary Clinton. Þannig var FBI með rannsókn í gangi á Clinton vegna notkun hennar á einkatölvupóstþjóni sem utanríkisráðherra og Trump vegna mögulegra tengsla við rússneska útsendara fyrir kosningar. Yfirmenn FBI greindu ekki frá rannsókninni á framboði Trump fyrir kosningar. Hins vegar skrifað Comey, fyrrverandi forstjóri, Bandaríkjaþingi bréf um að FBI hefði aftur opnað rannsóknina á Clinton aðeins rétt rúmri viku fyrir kjördag. Ekkert frekar kom úr þeirri rannsókn en sumir stjórnmálaskýrendur telja að bréf Comey hafi verið náðarhögg framboðs Clinton. Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa samþykkt að birta opinberlega minnisblað þar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið er sakað um hlutdrægni og misferli í tengslum við Rússarannsóknina á Donald Trump forseta. Á sama tíma hvarf aðstoðarforstjóri FBI frá störfum eftir langvarandi árásir Trump á hann. Eftir því sem aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hefur hluti Repúblikanaflokksins magnað upp tilraunir til þess að grafa undan trúverðugleika rannsóknar hans. Það hafa þeir gert með því að halda uppi linnulausri gagnrýni á háttsetta stjórnendur FBI og dómsmálaráðuneytisins. Nýjasta útspilið í þeirri herferð er ákvörðun meirihluta repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær um að birta opinberlega umdeilt minnisblað sem Devin Nunes, formaður hennar, lét taka saman. Í því er FBI og dómsmálaráðuneytið gagnrýnt harðlega. Trump þarf að samþykkja birtingu minnisblaðsins en talsmenn hans hafa sagt að hann hallist að því að gera efni þess opinbert. Það gæti gerst strax í þessari viku. Þetta er í fyrsta skipti sem þingnefnd nýtir sér heimild í lögum til að birta skjal sem þetta.Hvað stendur í minnisblaðinu? Óljóst er hvað kemur nákvæmlega fram í minnisblaðinu umdeilda en aðeins þingmenn hafa haft aðgang að því fram að þessu. Repúblikanar hafa vísað til minnisblaðsins til að fullyrða að yfirmenn FBI hafi frá upphafi verið hlutdrægir gegn Trump, eins og forsetinn hefur sjálfur haldið fram. Þeir sem eru sérstaklega gagnrýndir eru Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann sem fól Mueller að taka við Rússarannsókninni, og Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI sem hætti störfum í gær, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar.Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur undanfarið krafist gagna um Rússarannsóknina frá FBI og dómsmálaráðuneytinu. Hann hefur tekið saman minnisblað þar sem hann gagnrýnir báðar stofnanir harðlega.Vísir/AFPÍ minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi haft brögð í tafli þegar krafist var heimildar til að hlera fjarskipti Carter Page, eins ráðgjafa forsetaframboðs Trump, í rannsókninni á því hvort að framboðið hafi átt samráð við útsendara rússneskra stjórnvalda. Svo virðist sem að repúblikanar haldi því fram að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi byggt á skýrslu sem breskur njósnari vann fyrir greiningarfyrirtækið Fusion GPS til að fá heimild til að hlera Page án þess að greina frá því að Demókrataflokkurinn hafi greitt fyrir skýrsluna. Upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali repúblikana sem greiddu fyrir skýrsluna en demókratar tóku við þegar Trump tryggði sér útnefningu flokksins.Sjá einnig:Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgarWashington Post segir hins vegar að leyniþjónustudómstólar setji strangar kröfur fyrir heimildum til hlerana og FBI hafi lengi fylgst með Page. Byggt hafi verið á samskiptum við Rússa sem ekki hefur verið greint frá opinberlega þegar krafist var heimildar til hlerunar. „Gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið Dómsmálaráðuneytið varaði fulltrúa nefndarinnar eindregið við því að birta minnisblaðið opinberlega. Það væri „gríðarlega glannalegt“ ef fulltrúar ráðuneytisins eða FBI fengju ekki að fara yfir það og ráðleggja nefndarmönnum um hvort að birtingin gæti skaðað þjóðaröryggi eða rannsóknir sem eru í gangi. Núverandi og fyrrverandi löggæslufulltrúar í Bandaríkjunum vara við því að með því að birta minnisblaðið opinberlega verði viðkvæmir heimildarmenn og aðferðir afhjúpaðar sem erlendir óvinir Bandaríkjanna gætu nýtt sér og bundinn verði endir á samstarf í leyniþjónustumálum við bandalagsþjóðir eins og Breta sem muni ekki lengur treysta bandarískum starfssystkinum sínum. Demókratar hafa einnig mótmælt birtingunni harðlega. Þeir segja að minnisblaðið dragi upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á.Christopher Wray, forstjóri FBI, er sagður hafa óskað eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunefndarinnar áður en hún samþykkti að birta leynilegt minnisblað opinberlega. Repúblikanar í nefndinni féllust ekki á þá beiðni.Vísir/AFPRepúblikanar í leyniþjónustunefndinni höfnuðu hins vegar að birta opinberlega minnisblað minnihluta demókrata í nefndinni sem lýst er sem andsvari við skjal Nunes. Adam Schiff, oddviti demókrata í nefndinni, segir að Christopher Wray, forstjóri FBI, hafi sagt forsvarsmönnum nefndarinnar að hann hafi áhyggjur af birtingu skjalsins og hafi óskað eftir að fá að ræða við nefndarmenn fyrst. Hann hafi ekki fengið tækifæri til þess áður en repúblikanar samþykktu að birta minnisblaðið.Kallaði eiginkonu aðstoðarforstjóra FBI „tapara“Fréttirnar af ákvörðun leyniþjónustunefndarinnar komu sama dag og greint var frá því að Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri FBI, hefði stigið til hliðar, nokkrum mánuðum fyrr en áður hafði verið áætlað. McCabe hefur verið skotmark árása Trump forseta og repúblikana lengi. Trump er gríðarlega ósáttur við að McCabe hafi komið nálægt rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton árið 2016 og Rússarannsókninni. Ástæðan er sú að eiginkona McCabe þáði fjárstyrki frá nánum bandamanni Hillary Clinton þegar hún bauð sig fram til ríkisþings Virginíu árið 2015. Þá var McCabe ekki orðinn aðstoðarforstjóri FBI. Trump hefur ítrekað gagnrýnt McCabe á þessum forsendum á Twitter síðustu mánuði. Í einu tísti furðaði hann sig á hvers vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefði ekki rekið hann nú þegar.McCabe hefur mátt þolað ítrekaða gagnrýni frá Trump á opinberum vettvangi. Sessions dómsmálaráðherra (í bakgrunni) er sagður hafa þrýst á núverandi forstjóra FBI um að reka McCabe og aðra yfirmenn frá tíð James Comey.Vísir/AFPFréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar hafði eftir heimildarmönnum í gær að Trump hafi einnig gagnrýnt McCabe við hann sjálfan. Þegar forsetinn rak James Comey, forstjóra FBI, í maí i fyrra var Comey staddur í Kaliforníu. Flaug hann heim með flugvél FBI þann dag. Trump er sagður hafa verið foxillur yfir því og hringt í McCabe, sem þá var starfandi forstjóri FBI, til að spyrja hvers vegna Comey hefði fengið að fljúga heim með vél stofnunarinnar. McCabe sagði að það hefði ekki verið borið undir hann en ef hann hefði verið spurður hefði hann leyft Comey að fljúga heim með vélinni. Eftir stutta þögn í símanum hafi Trump sagt McCabe að „spyrja eiginkonu sína hvernig það væri að vera tapari“. „Allt í lagi, herra,“ á McCabe að hafa svarað en Trump hafi þá lagt á. Hvíta húsið segir að fréttin sé uppspuni frá rótum. Forsetinn gagnrýndi pólitísk umsvif eiginkonu McCabe aftur á fundi þeirra í Hvíta húsinu skömmu síðar. Á sama fundi spurði forsetinn McCabe hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum. Hvíta húsið neitaði því í gær að Trump hefði komið nálægt brotthvarfi McCabe. Telja ekki þörf á refsiaðgerðum gegn Rússum Á milli frétta af aðgerðum repúblikana í þinginu og brotthvarfs McCabe tilkynnti utanríkisráðuneytið að það teldi ekki þörf á framfylgja frekari refsiaðgerðum gegn Rússum sem yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjaþings samþykkti í fyrra. Refsiaðgerðirnar voru samþykktar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, sagði síðast í gær að hann teldi að Rússar ætluðu að leika sama leik í þingkosningunum í Bandaríkjunum í haust. Vísaði ráðuneytið til þess að frumvarpið um refsiaðgerðirnar eitt og sér væri nægilega áhrifaríkt til þess að refsa Rússum.Richard Nixon rak sérstakan saksóknara í Watergate-málinu sem leiddi til þess að yfirmenn dómsmálaráðuneytisins hættu. Margir repúblikanar sneru bakinu við Nixon í kjölfarið. Nú virðast repúblikanar þvert á móti fylkja sér að baki Trump í slag hans við rannsakendur.Vísir/GettyLíkt við „laugardagsfjöldamorð“ Nixon Vendingar síðustu vikna og gærdagsins benda til þess að repúblikanar séu tilbúnir að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna í viðleitni sinni til að verja Trump forseta fyrir rannsókn Mueller. Carl Bernstein, annar blaðamanna Washington Post sem yfirleitt er eignaður heiður af því að hafa afhjúpað Watergate-hneykslið, sér hliðstæður á milli aðgerða repúblikana nú og vendipunktar í því hneyksli á sínum tíma. „Við gætum litið til baka á kvöldið í kvöld sem mánudagskvöldsslátrunina á stjórnsýslu dómsmála í Bandaríkjunum,“ tísti Bernstein eftir atburði gærdagsins. Vísaði hann þar til „laugardagsfjöldamorðsins“ svonefnda 20. október árið 1973. Þá rak Richard Nixon forseti Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans.We may look back on tonight as the Monday Night Slaughter of the administration of justice in the United States.— Carl Bernstein (@carlbernstein) January 30, 2018 Comey sjálfur gagnrýndi repúblikana óbeint í tísti þar sem hann lofaði störf McCabe fyrir alríkislögregluna. Comey er sjálfur repúblikani. „Lögreglufulltrúinn Andrew McCabe stóð hnarreistur síðustu átta mánuðina þegar litlar manneskjur reyndu að rífa niður stofnun sem við reiðum okkur öll á,“ tísti Comey og sagði að Bandaríkin þurfa á FBI á að halda.Special Agent Andrew McCabe stood tall over the last 8 months, when small people were trying to tear down an institution we all depend on. He served with distinction for two decades. I wish Andy well. I also wish continued strength for the rest of the FBI. America needs you.— James Comey (@Comey) January 30, 2018 Atburðir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 virðast grafa undan kenningum repúblikana um að yfirmenn FBI hafi verið hlutdrægir gegn Trump frá upphafi, meðal annars vegna tengsla við Hillary Clinton. Þannig var FBI með rannsókn í gangi á Clinton vegna notkun hennar á einkatölvupóstþjóni sem utanríkisráðherra og Trump vegna mögulegra tengsla við rússneska útsendara fyrir kosningar. Yfirmenn FBI greindu ekki frá rannsókninni á framboði Trump fyrir kosningar. Hins vegar skrifað Comey, fyrrverandi forstjóri, Bandaríkjaþingi bréf um að FBI hefði aftur opnað rannsóknina á Clinton aðeins rétt rúmri viku fyrir kjördag. Ekkert frekar kom úr þeirri rannsókn en sumir stjórnmálaskýrendur telja að bréf Comey hafi verið náðarhögg framboðs Clinton.
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00