Síðasti séns til að kaupa stuðningsmannamiða á HM 2018 Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 09:00 Klukkan tifar. vísir/getty Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira