Erlent

Tekur ekki sæti í nýrri stjórn eftir harða gagnrýni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Martin Shulz, leiðtogi þýskra Jafnaðarmanna.
Martin Shulz, leiðtogi þýskra Jafnaðarmanna. Vísir/Getty
Martin Shulz, leiðtogi Jafnaðarmanna í Þýskalandi hyggst ekki taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Shulz hafði verið harðlega gagnrýndur fyrir að þiggja sæti í stjórninni vegna fyrri ummæla hans.

Eftir margra mánaða stjórnarkreppu í Þýskalandi var tilkynnt um í vikunni að Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar undir stjórn Merkel hefðu náð saman. Sósíaldemókratar lýstu hins vegar yfir eftir kosningar á síðasta ári að þeir vildu ekki áframhaldandi stjórnarsamstarf við Kristilega demókrata.

Shulz hafði látið hafa eftir sér að hann myndi aldrei taka sæti í ríkisstjórn undir stjórn Merkel. Þessi orð höfðu þó ekki meiri áhrif en svo að tilkynnt var um að Shulz myndi gegna embætti utanríkisráðherra í hinni nýju stjórn.

Voru þessi áform hans harðlega gagnrýnd af hluta samflokksmanna hans, þá sérstaklega Sigmar Gabriel, fráfarandi utanríkisráðherra og samflokksmanni Shulz. Snerist gagnrýnin einkum að því að trúverðugleiki Shulz væri lítill sem enginn eftir að hafa gengið á bak orð sinna.

Tilkynnti Shulz því að hann myndi ekki taka við embættinu auk þes sem að Andrea Nahles mun taka við sem leiðtogi flokksins. Sagði Shulz að hann myndi hann ekki láta eigin metnað í stjórnmálum flækjast fyrir hagsmunum flokksins.

Áður en ný stjórn getur tekið við þurfa flokksfélagar Shulz að samþykkja stjórnarsáttmálann en greidd verða atkvæði um hann á næstu dögun á meðal 460 þúsund flokksmanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×