Óttast að Trump ljúgi að rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:05 Bandamenn og lögmenn Trump hafa varað hann við því að ræða við Mueller rannsakanda. Vísir/Getty Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25