Skýrsla um geðheilbrigðismál: Betri þjónusta tryggð með auknu samstarfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 12:00 María Einisdóttirframkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. Vísir/Valli Byggja á upp geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum, efla forvarnir og fjölga búsetuúrræðum um allt land. Þetta eru verkefni sem sett voru í forgang af hundrað manna stefnumótunarfundi um geðheilbrigðismál á Íslandi. Fundinn sóttu aðilar frá sveitarfélögum, hagsmunasamtökum, ríkisstofnunum og öðrum sem koma að geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fundurinn var haldinn í september og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins. Ákveðin verkefni voru sett í forgang og segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. „Það var eiginlega niðurstaða fundarins að með því að auka samvinnu þá erum við að tryggja miklu betri þjónustu,“ segir María Einisdóttir. Þau verkefni sem stefnt er að á næstu mánuðum er að virkja heilsugæslustöðvar betur, fjölga fagfólki á Landspítala, geðræktarstarf í skólum og tryggja búsetuúrræði á vegum sveitarfélaga um allt land.Álag kalli á aukið samstarf Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir aukið álag í þessum málaflokki sem kalli á aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Af því að þetta er málaflokkur sem á við heilbrigðisvanda að stríða. Við þurfum að leysa það ekki einungis húsnæðislega séð heldur líka meðferðarþáttinn. Þarf að vera gott samstarf þarna á milli,“ segir Sigþrúður Erla og bendir á að samtalið sé mikilvægast en fjármagn þurfi einnig að fylgja með. Í skýrslu frá samráðsfundinum kemur einmitt fram að til næstu tveggja ára þurfi að veita auknu fjármagni í geðheilbrigðisþjónustu, hækka laun heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að gjaldfrálsri geðheilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Byggja á upp geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum, efla forvarnir og fjölga búsetuúrræðum um allt land. Þetta eru verkefni sem sett voru í forgang af hundrað manna stefnumótunarfundi um geðheilbrigðismál á Íslandi. Fundinn sóttu aðilar frá sveitarfélögum, hagsmunasamtökum, ríkisstofnunum og öðrum sem koma að geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fundurinn var haldinn í september og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins. Ákveðin verkefni voru sett í forgang og segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. „Það var eiginlega niðurstaða fundarins að með því að auka samvinnu þá erum við að tryggja miklu betri þjónustu,“ segir María Einisdóttir. Þau verkefni sem stefnt er að á næstu mánuðum er að virkja heilsugæslustöðvar betur, fjölga fagfólki á Landspítala, geðræktarstarf í skólum og tryggja búsetuúrræði á vegum sveitarfélaga um allt land.Álag kalli á aukið samstarf Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir aukið álag í þessum málaflokki sem kalli á aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Af því að þetta er málaflokkur sem á við heilbrigðisvanda að stríða. Við þurfum að leysa það ekki einungis húsnæðislega séð heldur líka meðferðarþáttinn. Þarf að vera gott samstarf þarna á milli,“ segir Sigþrúður Erla og bendir á að samtalið sé mikilvægast en fjármagn þurfi einnig að fylgja með. Í skýrslu frá samráðsfundinum kemur einmitt fram að til næstu tveggja ára þurfi að veita auknu fjármagni í geðheilbrigðisþjónustu, hækka laun heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að gjaldfrálsri geðheilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira