Kominn í stóra slaginn Telma Tómasson skrifar 2. febrúar 2018 15:15 Elin Holst. Vísir Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07 Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07
Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
„Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15
„Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15