Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru starfræktar í Póllandi. Nordicphotos/AFP Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ákvörðun pólska þingsins um að refsivert verði að segja pólsku þjóðina geranda í Helförinni er tilraun til að endurskrifa söguna og í raun afneita Helförinni. Þetta sagði Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Hið nýsamþykkta frumvarp er afar umdeilt og er óhætt að segja að Ísraelar séu ósáttir. Ef Andrzej Duda, forseti Póllands, skrifar undir frumvarpið mun hver sá sem segir Pólverja meðseka í Helförinni sæta sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Allt bendir til þess að Duda muni skrifa undir. Í gær sagði hann Pólverja eiga rétt á því að „vernda sagnfræðilegan sannleika“. Alls greiddu 57 öldungadeildarþingmenn atkvæði með frumvarpinu og 23 á móti. Ríkið hefur lengi mótmælt notkun frasa á borð við „pólskar útrýmingarbúðir“ og telur ríkisstjórnin ósanngjarnt að segja að Pólland hafi borið ábyrgð á útrýmingarbúðum á borð við þær í Auschwitz. Búðirnar hafi verið byggðar og reknar af nasistum eftir hernám Póllands. Hins vegar þykir öllu umdeildara að frumvarpið leiði til þess að ásakanir á hendur pólskum einstaklingum um meðsekt verði bannaðar. Fyrir slíkum ásökunum er þó sagnfræðilegur og raunverulegur grundvöllur. Ísraelskir þingmenn eru nú með frumvarp í smíðum sem myndi útvíkka Helfararafneitunarlöggjöf ríkisins með þeim hætti að fimm ára fangelsisvist yrði við afneitun þess að samstarfsmenn nasista, meðal annars Pólverjar, hafi átt þátt í Helförinni. Helfararstofnun Ísraels hafði áður varað við að frumvarp Pólverja hundsaði þá sagnfræðilegu staðreynd að Pólverjar hafi aðstoðað Þjóðverja í Helförinni. Þó væri ósanngjarnt að tala um „pólskar útrýmingarbúðir“. Samkvæmt BBC eru pólskir stjórnmálamenn, einkum úr röðum ríkisstjórnarinnar, undrandi á viðbrögðum Ísraela. „Það hryggir okkur og kemur okkur á óvart að viðleitni okkar til að viðhalda virðingu pólsku þjóðarinnar og að berjast fyrir sannleikanum sé tekið á þennan hátt,“ sagði Stanislaw Karczweski, forseti öldungadeildar þingsins, í gær. Um hundrað pólskir listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn skrifuðu undir opið bréf sem birtist í gær til að knýja á um að frumvarpið verði dregið til baka. Það gengi of langt í þá átt að gera Pólverja að „einu saklausu þjóð Evrópu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira