Ótrúlegur fjöldi umsókna um miða á HM kemur KSÍ í opna skjöldu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2018 12:00 Vísir/Getty Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum til FIFA vegna gríðarlegs fjölda miðaumsókna frá Íslendingum fyrir HM næsta sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, hafði samband við FIFA í gær eftir að lokað var fyrir miðasölu á HM í Rússlandi. Fékk hann þau svör frá starfsmanni FIFA að Íslendingar hefðu sótt um 52.899 miða. Þessar upplýsingar hefur KSÍ ekki fengið staðfestar frá FIFA og viðurkenndi Klara í samtali við Vísi að tölurnar kæmu henni mjög á óvart. „Þetta er rosalega há tala og höfum við óskað eftir skýringum. Við grunum ekki að einhver sé að svindla en þetta eru það háar tölur að við viljum fá nánari svör,“ sagði Klara. Sem dæmi má nefna sóttu Íslendingar um fleiri miða en Frakkar, þar sem um 67 milljónir búa. „Þetta hljómar einkennilega og við höfum helst áhyggjur af því að Íslendingar hafi verið að leggja inn margar pantanir fyrir miðum. FIFA áskilur sér rétt til að ógilda margfaldar umsóknir og það veldur okkur smá áhyggjum. Þetta gæti verið hluti af skýringunni.“ Íslendingar fá um átta prósent miðanna á hvern leikja sinna í keppnninni og því ljóst að aðeins lítill hluti af þeim sem sóttu um miða munu fá, ef marka má áðurnefndar tölur. Opnað verður fyrir næsta miðasöluglugga þann 13. mars og mun KSÍ birta upplýsingar um hann þegar nær dregur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið hafi ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum til FIFA vegna gríðarlegs fjölda miðaumsókna frá Íslendingum fyrir HM næsta sumar. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, hafði samband við FIFA í gær eftir að lokað var fyrir miðasölu á HM í Rússlandi. Fékk hann þau svör frá starfsmanni FIFA að Íslendingar hefðu sótt um 52.899 miða. Þessar upplýsingar hefur KSÍ ekki fengið staðfestar frá FIFA og viðurkenndi Klara í samtali við Vísi að tölurnar kæmu henni mjög á óvart. „Þetta er rosalega há tala og höfum við óskað eftir skýringum. Við grunum ekki að einhver sé að svindla en þetta eru það háar tölur að við viljum fá nánari svör,“ sagði Klara. Sem dæmi má nefna sóttu Íslendingar um fleiri miða en Frakkar, þar sem um 67 milljónir búa. „Þetta hljómar einkennilega og við höfum helst áhyggjur af því að Íslendingar hafi verið að leggja inn margar pantanir fyrir miðum. FIFA áskilur sér rétt til að ógilda margfaldar umsóknir og það veldur okkur smá áhyggjum. Þetta gæti verið hluti af skýringunni.“ Íslendingar fá um átta prósent miðanna á hvern leikja sinna í keppnninni og því ljóst að aðeins lítill hluti af þeim sem sóttu um miða munu fá, ef marka má áðurnefndar tölur. Opnað verður fyrir næsta miðasöluglugga þann 13. mars og mun KSÍ birta upplýsingar um hann þegar nær dregur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
KSÍ vill skýringar á fjölda umsókna íslenskra stuðningsmanna Samkvæmt tölum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sóttu Íslendingar um 53 þúsund miða á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur beðið FIFA um skýringar á þessum fjölda umsókna frá Íslandi 31. janúar 2018 19:15